Um Akkur

Akkur – greining og ráðgjöf ehf. (“Akkur”), er óháður greiningaraðili á hlutabréfamarkaði. Stefnt er að því að gefa út 10-15 ítarlegar verðmatsskýrslur á skráð félög á íslenskum hlutabréfamarkaði. Auk þess verður gefin út afkomuspá fyrir uppgjör viðkomandi félaga og umfjöllun um uppgjörin.

Akkur kemur með þá nýjung að borðinu að greiningarefni félagsins mun verða opið almenningi án endurgjalds. Fyrirkomulagið verður þannig að styttri útgáfa af verðmatsskýrslu verður birt opinberlega (opin öllum) 10 dögum eftir að skýrslan er gefin út til áskrifenda.

Það er einlægur vilji Akkurs að auka áhuga almennings á fjárfestingum og er þetta liður í því. Til þess að koma til móts við almenning mun Akkur bjóða einstaklingum upp á ódýra áskrift fyrir þá sem vilja fá aðgang að öllu efni, 5.000kr á mánuði. Það verð gildir aðeins fyrir einstaklinga en ekki lögaðila.

Auk þessa mun Akkur birta pistla um ýmis mál sem tengjast hlutabréfafjárfestingum, beint eða óbeint. Akkur hvetur alla sem hafa áhuga á fjárfestingum og fjármálum fyrirtækja að skrá sig á póstlistann hér á síðunni.

Akkur tekur einnig að sér hverskyns greiningar- og ráðgjafarvinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki, t.d. gerð verðmats, rekstrarráðgjöf og aðra tengda ráðgjöf. Áhugasamir geta haft samband með því að senda tölvupóst á akkur@akkur.net.

AJH

Stofnandi Akkurs er Alexander Jensen Hjálmarsson sem hefur margra ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Alexander er með grunngráður í viðskiptafræði og verkfræði auk meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja. Hann hóf feril sinn í eignastýringu hjá Sjóvá, starfaði sem sjóðsstjóri hjá GAMMA á árunum 2015 til 2019 áður en hann hóf störf hjá Stoðum þar sem hann starfaði í rúm 5 ár.